Keldan

Verðvísir Fasteignar

Hvert er markaðsvirði fasteigna ?

Stök eign: 4.990kr *

*Fyrir áskrifendur 3.990kr Öll verð eru með vsk.

  • Verðvísir fyrir aðila sem eru í fasteignahugleiðingum.

  • Fyrir fagaðila sem koma að verðmati eða fjármögnun eigna.

  • Einstaklingar sem vilja fá betri og nákvæmari upplýsingar um verðmat fasteigna.

  • Uppfært mánaðarlega til samræmis við þróun á markaðnum.

 Nákvæmt yfirlit og mat á fasteignum

Sem samræmist við þróun á fasteignamarkaðnum

Spurt og Svarað

Mat Gangverðs á markaðsvirði fasteignar ber að túlka sem líklegasta söluverð eignar innan skamms tíma, t.d. mánaðar. Matið er fengið með kerfisbundinni tölfræðigreiningu á raunsöluverðum eigna eins og þau koma fram í þinglýstum kaupsamningum, þar sem eiginleikar eigna á borð við stærð, gerð og staðsetningu ráða mestu og vægi einstakra áhrifaþátta ræðst af reiknireglu sem lágmarkar spáskekkju. Matið er uppfært í lok hvers mánaðar á grundvelli sölugagna mánaðarins á undan og fylgir því almennri verðþróun á markaði nokkuð nákvæmlega.

Aldrei verður spáð fyrir um söluverð íbúða með fullkominni vissu, hvort sem matið byggir á ítarlegri skoðun sérfræðings eða miklu magni tölfræðilegra upplýsinga eins og mat Gangverðs. Styrkur tölfræðimats felst einkum í því að það er fullkomlega hlutlægt, en mat byggt á skoðun sérfræðngs veitir meira svigrúm til þess að taka tillit til sérkenna einstakra eigna og matskenndra þátta. Fylgst er með spáframmistöðu Verðvísisins í hverjum mánuði. Spáskekkjan, mismunur á spá og söluverði er breytilegur eftir hverfum og tegundum eigna og er matsóvissa almennt minni eftir því sem eignir eru minni og einsleitari, byggð þéttari og viðskiptatíðni markaðar meiri. Þannig eru frávik söluverðs frá mati Verðvísisins almennt innan við 5% í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu, en meiri á landsbyggðinni og í hverfum þar sem mikið er um stór og sundurleit einbýlishús. Fylgst er með því hvort í ljós koma umtalsverð frávik og kannað hverju sætir. Er algengast að þau megi rekja til ónákvæmrar skráningar eigna í fasteignaskrá, svo sem þegar íbúðarflatarmál er vanmetið eða eign skráð í rangan flokk. Auk Gangverðs fylgjast allmargir notendur með gæðum verðmatsins og gera viðvart um tilvik þar sem mat kann að orka tvímælis, þ.á.m. fjármálafyrirtæki. Bregst Gangverð við slíkum ábendingum með óháðri greiningu og leiðréttingu á forsendum matsins þegar við á.

Eins og nærri má geta ræður stærð mestu um verð íbúðarhúsnæðis, en næst því koma áhrif gerðar og staðsetningar. Þannig er hver fermeter almennt ódýrari í stærri einbýlishúsum en smærri íbúðum í fjölbýli. Verðmatið ræðst af samspili margra þátta og því er mismunandi hvernig verð hækkar, t.d. með auknum fjölda fermetra eða herbergja og lækkar með t.d. vaxandi aldri íbúða.

Reynslan sýnir að áhrif stærðar íbúðarhúsnæðis á söluverð ræðst meðal annars af því hvernig flatarmál eignarinnar skiptist í rými til mismunandi nota. Þannig hefur meira geymslu- eða bílskúrsrými að öðru jöfnu minni áhrif til hækkunar milli eigna en aukið íbúðarflatarmál að öðru jöfnu. Verðvísirinn tekur tillit til allra undirflokka af fermetrum í matinu þó aðeins íbúðarflatarmál og stærð íbúðarhluta undir súð (risstærð) sé birt í skýrslunni.

Í fasteignaskýrslu Verðvísisins eru birtar nýlegar raunsölur á nálægu íbúðarhúsnæði af svipaðri gerð og spurt er um til viðmiðunar. Er þá leitað í nágrenni eignarinnar að eignum af líkri stærð þar til a.m.k. 15 eignir koma fram. Skilgreiningin á "líkt" og "nálægt" er því afstæð í þeim skilningi að leitað er í stærri hring og á víðara stærðarbili eigna eftir því sem úr færri sölum er að velja miðað við svæði og tegund eignar. Því er það undir notandanum komið að meta að hve miklu leyti raunsölurnar eru sambærilegar við þá íbúð sem spurt er um.

Markaðsvirði fasteignar er líklegt söluverð innan skamms tíma, t.d. mánaðar. Matið er fengið með kerfisbundinni tölfræðigreiningu á raunsöluverðum eigna eins og þau koma fram í þinglýstum kaupsamningum. Matið byggist á stærð, gerð og staðsetningu.

Matið er uppfært í lok hvers mánaðar á grundvelli sölugagna mánaðarins á undan og fylgir því almennri verðþróun á markaði nokkuð nákvæmlega.

Ábendingar og fyrirspurnir

help@keldan.is

Fullkomið yfirlit meÐ minniháttar fyrirhöfn

Keldan - Ferskar upplýsingakeldur í dagsins önn....
sjáðu hvað er í boði